Leviosa fær 100 milljón króna fjármögnun

Matthías Leifsson (t.v.) og Davíð Þórisson eru stofnendur Leviosa.
Matthías Leifsson (t.v.) og Davíð Þórisson eru stofnendur Leviosa. Ljósmynd/Aðsend

Rann­sókn MBA-nema við Há­skól­ann í Reykja­vík árið 2020 leiddi í ljós að ís­lenskt heil­brigðis­starfs­fólk ver 50-70% af tíma sín­um við tölvu­skjá. Hug­búnaðarfyr­ir­tækið Levi­osa vinn­ur að því að stytta þenn­an tíma um að lág­marki þriðjung.

Nú stend­ur yfir und­ir­bún­ing­ur að inn­leiðingu lausn­ar­inn­ar til próf­ana á Land­spít­al­an­um. Ef mark­miðið um stytt­ingu skrán­ing­ar­tíma er heim­fært á allt starfs­fólk spít­al­ans myndi það jafn­gilda um 400 nýj­um stöðugild­um.

Í til­kynn­ingu frá Levi­osa seg­ir að í sept­em­ber hafi fyr­ir­tækið lokið 100 millj­ón króna fjár­mögn­un frá inn­lend­um einka­fjár­fest­um. Fjár­mögn­un­in er liður í því að stækka þró­un­art­eymið og koma vör­um fyr­ir­tæk­is­ins á inn­lend­an markað.

Í haust munu starfs­menn Levi­osa verða tíu tals­ins, bæði á Íslandi og er­lend­is. Stefnt er að því að hefja er­lenda markaðssókn á næsta ári, sem bygg­ir á reynslu próf­ana og inn­leiðing­ar Levi­osa hjá ís­lensk­um heil­brigðis­stofn­un­um. Sérstaða Levi­osa er þróun með not­end­um kerf­is­ins og að horfa á sjúk­ling­inn sem virk­an þátt­tak­anda í ferl­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK