Vínbúðin Álfrún í Hafnarfirði verður opin lengur frá og með mánudeginum 3. október, en þá verður opið frá klukkan 10 til 20 alla virka daga.
Þetta kemur fram á vef Vínbúðarinnar. Áfram verður opið á laugardögum frá klukkan 11 til 18.
Vínbúðin í Hafnarfirði er þar með orðin sú fjórða sem er opin lengur, en verslanirnar í Skeifu, Skútuvogi og á Dalvegi hafa einnig sama opnunartíma.