Góður punktur ehf., félag í eigu Reynis Traustasonar ritstjóra, hagnaðist í fyrra um tæpar átta milljónir króna, en var 4,9 m.kr. árið áður. Tekjur félagsins námu um 20 m.kr. og jukust um 8,2 m.kr. á milli ára. Rekstrargjöld námu um níu m.kr.
Tekjur félagsins í fyrra voru nokkuð hærri en síðustu ár, en frá árinu 2016 hafa tekjurnar numið frá sjö upp í tæpar tólf milljónir króna á ári. Félagið var með tæpar 14 m.kr. í eigið fé í árslok síðasta árs.
Góður punktur á 100% hlut í Sólartúni ehf., útgáfufélagi Mannlífs, og 12,2% hlut í Útgáfufélaginu Stundinni.