Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir að þótt hægt hafi á sölu íbúða fari því fjarri að ræða megi um sölutregðu.
Tilefnið er umræða um áhrif vaxtahækkana Seðlabankans á fasteignamarkaðinn. Rætt hefur verið um kólnun og jafnvel verðlækkanir og því kannaði Morgunblaðið hvernig salan hefur gengið í Vogabyggð.
Seðlabankinn hækkaði vexti 24. ágúst síðastliðinn en í kjölfarið setti ÞG Verk 38 íbúðir í sölu í Vogabyggð. Nánar tiltekið í Arkarvogi 10-12 og Drómundarvogi 2 og eru 26 af þessum 38 íbúðum seldar.