Yfirvöldum í Úkraínu tókst að afstýra bankaáhlaupi og viðhalda virkni fjármálakerfisins eftir að Rússland réðst inn í landið 24. febrúar sl.
Þetta segir Pervin Dadashova, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Úkraínu (NBU), í samtali við ViðskiptaMoggann. Dadashova ræddi málefnið á netöryggisráðstefnu seðlabanka Norðurlanda sem haldin var í síðustu viku.
„Við fylgdumst grannt með hegðun fólks og vöktuðum vel lausafjárstöðu bankanna. Rússar notuðu netárásir til að veikja fjármálastöðugleikann, valda hræðslu og koma af stað bankaáhlaupi. Þeir vildu riðla og skaða virkni fjármálakerfisins sem og hagkerfisins í heild.“
Rætt er nánar við Dadshova í ViðskiptaMogganum í dag, en hún lýsir því meðal annars að Rússar hafi notað spilliforrit til að trufla virkni opinberra vefsíðna og stofnana.