Afkoma fyrirtækja batnaði talsvert milli 2020 og 2021

Byggingarvinna.
Byggingarvinna. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækjum á Íslandi, sem skiluðu hagnaði, fjölgaði milli ára 2020 og 2021 í helstu atvinnugreinum. Þar af mest innan ferðaþjónustunnar.

Þetta má lesa úr greiningu Creditinfo en hún er meðal þátta sem horft er til við val á framúrskarandi fyrirtækjum. Niðurstöðurnar eru endurgerðar á grafi hér til hliðar og eru fyrirtækin flokkuð í sex atvinnugreinar. Við samantektina var skoðuð þróun áranna 2019, 2020 og 2021 hjá fyrirtækjum sem hafa skilað ársreikningi fyrir öll árin. Einungis eru skoðuð fyrirtæki i virkri starfsemi. Eignarhaldsfélögum er sleppt og rekstrartekjur þurfa að vera að lágmarki tíu milljónir króna. Alls uppfylltu um 13.500 fyrirtæki þessi skilyrði.

Kári Finnsson, markaðs- og fræðslustjóri hjá Creditinfo, segir samantektina sýna fram á að hagur íslenskra fyrirtækja hafi almennt vænkast milli áranna 2020 og 2021. Hlutfall fyrirtækja, sem skiluðu hagnaði, hafi hækkað úr 45% árin 2019 og 2020 í 57% árið 2021. Þá hafi afkoman batnað hjá 60% fyrirtækja milli 2020 og 2021, borið saman við 46% fyrirtækja milli áranna 2019 og 2020.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK