Ásta nýr innri endurskoðandi Kviku banka

Ásta Leonhardsdóttir.
Ásta Leonhardsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ásta Leonhardsdóttir hefur verið ráðin í starf innri endurskoðanda Kviku banka hf. og hefur hún nú þegar hafið störf.

Ásta hefur frá árinu 2012 starfað hjá Fjármálaeftirlitinu (nú Seðlabanka Íslands), sem fjárhagslegur ábyrgðarmaður með áhættuþáttum og fjárhag með kerfislega mikilvægum viðskiptabönkum. Undanfarin 2 ár hefur Ásta sinnt eftirliti með Kviku og þekkir hún því bankann og innviði hans vel, að því er Kvika segir í tilkynningu. 

Áður starfaði Ásta sem sérfræðingur á sviði greiðsluaðlögunar hjá Umboðsmanni skuldara og þar á undan starfaði hún hjá HugurAX og hjá VBS fjárfestingarbanka.

Ásta er með B.Sc. í viðskiptafræði frá HÍ og ML gráðu í lögfræði frá HR. Þá hefur hún lokið PMD Stjórnendanámi og APME í verkefnastjórnun með D vottun frá HR. Hún stundar ennfremur nám til SCR vottunar í sjálfbærni og loftslagsáhættu frá GARP Institute.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka