Svört spá AGS

AGS segir erfiða tíma fram undan í heimsbúskapnum.
AGS segir erfiða tíma fram undan í heimsbúskapnum. AFP

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) spá­ir því að draga muni enn frek­ar úr hag­vexti á heimsvísu á næsta ári. Sjóður­inn hef­ur því lækkað hag­vaxt­ar­spá sína á sama tíma og heims­byggðin glím­ir við af­leiðing­ar vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu, sí­hækk­andi kostnað og niður­sveiflu í efna­hags­líf­inu. 

Hag­kerfi heims­ins hef­ur þurft að kljást við margskon­ar áföll und­an­farið. Stríðsátök­in í Úkraínu hafa leitt til þess að verð á mat­væl­um og orku hef­ur rokið upp, og það kem­ur beint í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Ýmsar kostnaðar- og vaxta­hækk­an­ir hafa síðan lagst ofan á á heimsvísu.

Ýfir upp göm­ul sár

Pier­re-Oli­vier Gour­inchas, efna­hags­ráðgjafi AGS, sagði á blaðamann­fundi í dag að áföll­in í ár myndu ýfa upp göm­ul sár sem hefðu að auki ekki gróið til fulls. 

Ríf­lega þriðjung­ur af hag­kerfi heims­ins er á leið í sam­drátt á þessu ári eða því næsta. Þá mun stöðnun ríkja hjá þrem­ur stærstu hag­kerf­un­um, þ.e. hjá Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu­sam­band­inu og Kína. 

„Það versta á eft­ir að koma og munu marg­ir upp­lifa árið 2023 sem kreppu,“ sagði Gour­inchas.

Pierre-Olivier Gourinchas er ómyrkur í máli þegar hann segir að …
Pier­re-Oli­vier Gour­inchas er ómyrk­ur í máli þegar hann seg­ir að það versta eigi eft­ir að koma. AFP

AGS hef­ur í sinni skýrslu lækkað hag­vaxt­ar­spá sína í 2,7% fyr­ir næsta ár, en það er lækk­un sem nem­ur 0,2 pró­sent­um miðað við spá AGS frá því í júlí. Spá­in fyr­ir árið í ár stend­ur aft­ur á móti í stað, eða í 3,2%. 

Að sögn AGS er hag­vaxt­ar­spá­in sú lak­asta frá ár­inu 2001, að und­an­skildu efna­hags­hrun­inu fyr­ir tæp­um 15 árum og hápunkti heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Spá­in end­ur­spegl­ar það hvernig stærstu hag­kerfi heims eru í hæga­gangi.

Kóln­andi hag­kerfi og verð rýk­ur upp

Eitt af lyk­il­atriðum varðandi breytta stefnu í efna­hags­mál­um eru viðbrögð seðlabanka víða um heim sem hafa hækkað stýri­vexti, m.a. hér á Íslandi, í þeim til­gangi að slá á verðbólg­una. Hærri vext­ir hafa kælt hag­kerfið og dregið úr inn­lendri eft­ir­spurn. 

Gour­inchas seg­ir að sí­hækk­andi verð ógna vel­meg­un og nú rói seðlabank­ar heims öll­um árum að því að koma á verðstöðug­leika. 

Reiknað er með að verðbólga á heimsvísu fari hæst upp í 9,5% á þessu ári áður en lækk­un hefj­ist og er bú­ist við að hún verði kom­in niður í 4,1% árið 2024. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK