Flugstöðinni breytt og líkur á nýju metári

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Koma um tveggja milljóna erlendra ferðamanna á næsta ári gæti skilað ferðaþjónustunni um 600 milljörðum íslenskra króna á næsta ári, samkvæmt áætlun Íslandsbanka.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir þetta mestu tekjur greinarinnar frá upphafi í krónum talið og álíka miklar, leiðrétt fyrir verðlagi, og 2018.

Útlit sé fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl með vorinu til að manna lausar stöður í ferðaþjónustu. Að því leyti verði árið 2023 líkt árinu 2017 þegar sækja þurfti vinnuafl út fyrir landsteinana vegna mikillar eftirspurnar í ferðaþjónustu. En atvinnuleysi mælist nú undir 3% í fyrsta sinn síðan í desember 2018.

Skarphéðinn Steinarsson ferðamálastjóri telur einnig að fram undan kunni að vera metár í íslenskri ferðaþjónustu, enda hafi tekjur á hvern ferðamann aukist. Full ástæða sé til að ætla að hingað komi tvær milljónir ferðamanna á næsta ári.

Flugstöðin minni á Ísland

Samhliða fyrirhugaðri fjölgun ferðamanna stendur til að gera gagngerar breytingar á flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.

Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia, segir næstum öll veitinga- og verslunarrými verða boðin út á næstunni. Í lok þessarar viku skýrist hver vann útboð fyrir smurbrauðsstað og bístróstað á 2. hæð. Isavia vilji að farþegar finni það í hönnun og útliti að þeir séu á Íslandi.

Icelandair og Isavia mótmæla áformum um aukna skattlagningu á áfengi í Fríhöfninni.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK