Ólafur Evert til Deloitte Legal

Ólafur Evert.
Ólafur Evert. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Evert Úlfsson hefur verið ráðinn til lögmannsstofunnar Deloitte Legal. Þangað kemur hann frá  Skattinum þar sem hann starfaði frá árinu 2016, fyrst við almennt skatteftirlit en svo í milliverðlagningarteymi embættisins frá því það teymi var stofnað.

Ólafur hefur hlotið alþjóðlegar vottanir á sviði alþjóðlegs skattaréttar og milliverðlagningar frá Chartered Institute of Taxation. Hann lauk BA-prófi frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2014 og meistaranámi frá sama skóla árið 2016. Þá hlaut hann málflutningsréttindi á þessu ári, að því er segir í tilkynningu.

„Skattayfirvöld hér á landi sem og erlendis hafa á undanförnum árum lagt sífellt meiri áherslu á málefni tengd milliverðlagningu. Veigamikill hluti alþjóðlegra viðskipta heyrir undir milliverðlagsreglur sem sést vel á því að mörg af stærri ágreiningsmálum á sviði skatta varða þetta flókna regluverk. Það er því mikill fengur í því fyrir okkur að fá Ólaf Evert til liðs við Deloitte Legal. Reynsla hans og sérfræðiþekking munu koma til með að nýtast viðskiptavinum okkar vel í þeirra alþjóðlegu starfsemi og uppbyggingu", segir Haraldur I. Birgisson, meðeigandi og framkvæmdastjóri Deloitte Legal, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK