Áhrif eignarhlutar Landsbankans í Eyri Invest á afkomu bankans hafa verið talsverð á undanförnum árum. Verðmæti hlutarins hafði nokkur áhrif til hækkunar á liðnum árum en samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans er áætlað að hluturinn hafi haft áhrif til 4,8 milljarða króna lækkunar á fyrri helmingi þessa árs.
Landsbankinn seldi 9,2% hlut í félaginu í opnu söluferli í nóvember 2018 fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Kaupandinn var Eyrir Invest sem keypti þar með hlut í sjálfum sér. Í svari Landsbankans við fyrirspurn ViðskiptaMoggans kemur fram að þrátt fyrir að ekki hafi verið farið í formlegt söluferli sé hluturinn þó til sölu. Hluturinn er þó ekki auðseljanlegur. og segja má að Eyrir Invest sé orðið að nokkurs konar olnbogabarni í rekstri Landsbankans.
Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.