Spá metári í ferðaþjónustunni

Ferðamálastjóri áætlar að tvær milljónir ferðamanna komi til Íslands á …
Ferðamálastjóri áætlar að tvær milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. Það gerir Íslandsbanki líka. mbl.is/Hákon

Næsta ár gæti orðið metár í íslenskri ferðaþjónustu og gæti aukin eftirspurn aukið spennu á vinnumarkaði sem er þegar þaninn.

Skarphéðinn Steinarsson ferðamálastjóri segir fulla ástæðu til að ætla að hingað komi tvær milljónir erlendra ferðamanna á næsta ári, eða þriðji mesti fjöldi á eftir 2017 og 2018. Hins vegar séu tekjur á hvern ferðamann hærri en áður og því verði árið 2023 e.t.v. metár í því efni.

Graf/mbl.is

„Ég held þó að háönnin á næsta ári verði ekki mikið stærri en í ár vegna takmarkaðrar afkastagetu. Það er ekki slík fjárfesting í greininni að afkastagetan muni aukast að neinu marki. Það er líka álitaefni hvort auka eigi afkastagetuna heldur leggja áherslu á aukna arðsemi af fjárfestingu í greininni. Þá með aukinni ferðaþjónustu utan háannar og betri tekjustýringu á háönninni.“ Íslandsbanki spáir þá 18% fjölgun ferðamanna og að þeir fari úr 1,7 milljónum á þessu ári í 2 milljónir á næsta ári.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka