Dregur framboð sitt til baka vegna afarkosta OR

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Bjarni Bjarnason.
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Bjarni Bjarnason. Ljósmynd/Samsett

Petrea Ingi­leif Guðmunds­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Sýn­ar, hef­ur ákveðið að draga til baka fram­boð sitt til áfram­hald­andi stjórn­ar­setu í Sýn.

Hún seg­ir ástæðuna vera að Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­ur Reykja­vík­ur (OR), hafi sett eig­in­manni henn­ar Bene­dikt K. Magnús­syni, fjár­mála­stjóra OR, afar­kosti vegna starfs síns, haldi hún áfram í stjórn Sýn­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem hún sendi á fjöl­miðla í kvöld.

Hún seg­ir að það sé mat OR að stjórn­ar­seta henn­ar í Sýn hafi í för með sér að Bene­dikt, eig­inmaður Petr­eu, geti ekki sinnt starfi sínu sem skyldi vegna hags­muna­árekstra. Áfram­hald­andi stjórn­ar­seta henn­ar myndi leiða til brott­vís­un­ar Bene­dikts úr starfi.

Ljós­leiðar­inn er í eigu OR.

Vík­ur ávallt er mál­efni Ljós­leiðarans eru rædd

Petrea seg­ir enn frem­ur að þegar mál­efni Ljós­leiðarans hafi verið tek­in fyr­ir hafi hún ávallt vikið af stjórn­ar­fund­um. Lög­fræði álit ligg­ur fyr­ir sem seg­ir að ekki sé um hags­muna­árekst­ur að ræða.

OR sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Petr­eu.

Geti ekki sinnt starfi sínu með full­nægj­andi hætti

Bjarni seg­ir þar að fram­kvæmda­stjóri fjár­mála OR, eig­inmaður Petr­eu, beri ábyrgð á öll­um fjár­mál­um OR og vegna tengsla við stjórn­ar­formann Sýn­ar þurfi að tak­marka aðgengi hans að fjár­hags­leg­um upp­lýs­ing­um tengd­um Ljós­leiðar­an­um. 

Bjarni seg­ir að það sé hans mat að fram­kvæmda­stjóri fjár­mála geti ekki sinnt starfi sínu með full­nægj­andi hætti þegar hon­um er meinaður aðgang­ur að fjár­mál­um sam­stæðunn­ar. 

„Það fel­ur meðal ann­ars í sér ný­legt sam­komu­lag milli Sýn­ar og Ljós­leiðarans sem er báðum fyr­ir­tækj­um mik­il­vægt. Hann hef­ur hvorki aðgang að sam­komu­lag­inu sjálfu né þeim for­send­um sem þar búa að baki,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ingu OR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK