Jómfrúin snýr tapi í hagnað

Jakob Einar Jakobsson er eigandi Jómfrúarinnar. Faðir hans stofnaði staðinn …
Jakob Einar Jakobsson er eigandi Jómfrúarinnar. Faðir hans stofnaði staðinn á 10 áratug síðustu aldar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jómfrúin seldi veitingar fyrir 409 milljónir á síðastliðnu ári. Jókst salan um 43% milli ára en árið 2020 nam hún 286,3 milljónum króna.

Rekstrarkostnaður jókst einnig mikið. Kostnaðarverð seldra vara fór úr 88 milljónum í 127 milljónir. Þá jókst launakostnaður verulega eða um rúmar 28 milljónir króna. Nam hann í fyrra 167,9 milljónum en var 139,6 milljónir ári fyrr.

Annar rekstrarkostnaður dróst saman og nam 70,7 milljónum, samanborið við 71,8 milljónir árið 2020.

Það er gjarnan handagangur í öskjunni á Jómfrúnni sem lengi …
Það er gjarnan handagangur í öskjunni á Jómfrúnni sem lengi hefur verið í hópi vinsælustu veitingahúsa landsins.

Rekstrarhagnaður nam 38,8 milljónum árið 2021 en rekstrartap sem nam 25,3 milljónum var niðurstaðan árið 2020 þegar fyrirtækið gekk í gegnum verulegar þrengingar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hagnaður síðastiðins árs nam 20,7 milljónum og fól það í sér viðsnúning upp á rúmar 45 milljónir króna. Tapið árið 2020 hafði numið 24,7 milljónum.

Eignir og skuldir aukast verulega

Eignir Jómfrúarinnar í lok síðasta árs voru 366,2 milljónir króna og jukust verulega milli ára. Munaði þar langmestu um að fyrirtækið á nú húsnæðið sem það starfrækir samnefndan veitingastað í við Lækjargötu. Er fasteignin bókfærð á tæpar 280 milljónir króna í bókum fyrirtækisins.

Eigið fé félagsins er neikvætt um 4,9 milljónir króna og hefur staðan batnað mjög frá árinu 2020 þegar staðan var neikvæð um 25,6 milljónir, Skuldir námu í árslok 366,2 milljónum króna og höfðu aukist úr 91,3 milljónum króna frá fyrra ári. Skuldaaukningin er komin til vegna fyrrnefndrar fasteignar. Samkvæmt skýringum við ársreikninginn eru langtímaskuldir Jómfrúarinnar 276 milljónir króna og byggja á óverðtryggðum lánum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK