Sala á Íseyjarskyri utan Íslands nam 20 þúsund tonnum á síðasta ári og hafði aukist um 10% frá árinu á undan.
Veruleg aukning hefur orðið í ár, að sögn Einars Einarssonar framkvæmdastjóra, og er útlit fyrir að seld verði 24 þúsund tonn þegar upp verður staðið um áramót sem er 20% aukning á milli ára.
Um þessar mundir er áherslan ekki síst í sókn á mörkuðum í fjölmennustu löndum Evrópu en einnig er unnið á fjarlægum mörkuðum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.