Önnur jákvæð afkomuviðvörun frá Eimskip

Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.
Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Kristinn Magnússon

Áætlað er að EBITDA hagnaður Eimskips á þriðja ársfjórðungi þessa árs verði á bilinu 48,6 – 50,1 milljónir evra, samanborið við 36,8 milljónir evra á sama ársfjórðungi 2022.

Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem Eimskip sendi á Kauphöll fyrr í kvöld, en samkvæmt stjórnendauppgjöri fyrir tímabilið sem nú liggur fyrir lítur út fyrir að EBITDA á þriðja ársfjórðungi verði umtalsvert hærri en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Hagnaðurinn er á bilinu 6,8 – 7 milljarðar króna á núverandi gengi. Þá er áætlað er að EBIT fjórðungsins verði á bilinu 32,8 – 34,3 milljónir evra (um 4,6 – 4,8 milljarðar króna) samanborið við 23,8 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Helstu ástæður fyrir auknum hagnaði er samkvæmt tilkynningunni góð afkoma af erlendri starfsemi félagsins og góð nýting í siglingakerfi sem skýrist af mjög sterkum flutningum yfir hafið, áframhaldandi góðum innflutningi til Íslands, auk þess sem útflutningur frá Íslandi tók við sér á seinni hluta fjórðungsins eins og væntingar stóðu til.

Eimskip vinnur enn að uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung en uppgjörið verður birt eftir lokun markaða fimmtudaginn 3. nóvember 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK