Ný stjórn Flugleiðahótela, sem á og rekur hótelkeðjuna Berjaya Iceland Hotels, hefur verið skipuð. Hótelkeðjan bar þar til nýlega nafnið Icelandair Hotels en skipti um nafn í kjölfar þess að Icelandair Group seldi eftirstæðan hlut sinn í keðjunni til meirihlutaeigandans, hin malasíska Berjaya-fjárfestingarfélags.
Athygli vekur að Tryggvi Þór Herbertsson víkur úr stjórninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku í félaginu og verið eins konar fulltrúi Berjaya í viðskiptunum með hótelkeðjuna. Inn í stjórnina kemur í hans stað Haukur Óskarsson ráðgjafi. Nýr stjórnarformaður er Chryseis Tan Sheik Ling.