Jáverk hagnaðist um rúmar 740 milljónir króna

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks.
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður byggingafélagsins Jáverks á Selfossi nam í fyrra rúmum 742 milljónum króna, samanborið við 640 milljónir króna árið áður. Tekjur félagsins voru rétt rúmir níu milljarðar króna og jukust um tæpa 1,4 milljarða króna á milli ára. Laun og launatengdur kostnaður nam um 892 milljónum króna á árinu og hækkaði um 80 milljónir króna á milli ára.

Jáverk er í eigu GG ehf., sem er að mestu í eigu þeirra Gylfa Gíslasonar, framkvæmdastjóra Jáverks, og Guðmundar B. Gunnarssonar, yfirmanns framkvæmda. Eigið fé félagsins var í árslok rúmir 2,6 milljarðar króna en félagið greiddi einn milljarð króna í arð til móðurfélagsins á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK