Hreggviður Steinar Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri The Engine, dótturfélags Pipar\TBWA, sem meðal annars sérhæfir sig í rekstri stafrænna auglýsinga á Google, Meta, Snapchat, TikTok, LinkedIn.
Hreggviður hefur frá því í október 2018 starfað sem leiðtogi stafrænnar markaðssetningar hjá The Engine og Pipar\TBWA.
„Fyrirtækið var stofnað árið 2005 af Kristjáni Má Haukssyni þá undir nafninu Nordic eMarketing. En Kristján starfar enn í fyrirtækinu og sem stafrænn leiðtogi fyrirtækisins í Osló. Árið 2014 var nafninu breytt í The Engine og starfsemi einnig hafin í Noregi það ár,“ segir í tilkynningu.
Nýverið var opnuð skrifstofa í Kaupmannahöfn og eru því skrifstofur fyrirtækisins nú í Reykjavík, Oslo og Kaupmannahöfn en unnið er að opnun skrifstofu í Helsinki og Stokkhólmi.