Creditinfo hefur í þrettán ár veitt Framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur og þannig verðlaunað þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2022 er birtur í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þar verða bæði veittar viðurkenningar og boðið upp á skemmtilega og óhefðbundna dagskrá.
Hægt er að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu hér á mbl.is, en dagskrá hefst kl. 16:30.
Þá verður sérstöku aukablaði um Framúrskarandi fyrirtæki dreift með Morgunblaðinu á morgun, fimmtudag. Þar er fjallað um hóp fyrirtækja á listanum og ýmsar tölulegar staðreyndir sem honum fylgja.
Viðburðurinn í beinni: