Icelandair skilaði 7,7 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins á síðasta ársfjórðungi.
Í tilkynningu frá Icelanair segir að EBIT hagnaður hafi numið 12,3 milljörðum króna (92,7 milljónum bandaríkjadala) sem er aukning um 11,2 milljarða króna (84,5 milljónir bandaríkjadala) og að EBIT-hlutfall sé 19 prósent.
Tekjur af farþegum námu 54,1 milljarði króna (408,3 milljónum bandaríkjadala) og hafa aldrei verið hærri í stökum fjórðungi.
Einnig kemur fram að besta sætanýting hafi verið á þriðja ársfjórðungi frá upphafi, fjöldi farþega 1,4 milljónir og að einingatekjur hafi aukist um 38 prósent.