7,7 milljarða hagnaður á ársfjórðungi

Max-þota Icelandair.
Max-þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair skilaði 7,7 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins á síðasta ársfjórðungi. 

Í tilkynningu frá Icelanair segir að EBIT hagnaður hafi numið 12,3 milljörðum króna (92,7 milljónum bandaríkjadala) sem er aukning um 11,2 milljarða króna (84,5 milljónir bandaríkjadala) og að EBIT-hlutfall sé 19 prósent. 

Aldrei hærri farþegatekjur

Tekjur af farþegum námu 54,1 milljarði króna (408,3 milljónum bandaríkjadala) og hafa aldrei verið hærri í stökum fjórðungi.

Einnig kemur fram að besta sætanýting hafi verið á þriðja ársfjórðungi frá upphafi, fjöldi farþega 1,4 milljónir og að einingatekjur hafi aukist um 38 prósent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka