Skarphéðinn Steinarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri. Hann greindi starfsfólki sínu frá þessu í morgun og segir frá ákvörðun sinni á Facebook rétt í þessu.
„Í lok þessa árs verða liðin fimm ár frá því ég tók við embætti ferðamálastjóra. Ég er mjög sáttur við tíma minn í þessu starfi, viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt og gefandi.