Hættir sem forstjóri Varðar

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar.
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, hefur tilkynnt stjórn félagsins um að hann hyggist láta af störfum hjá félaginu á næstu mánuðum. Guðmundur hefur starfað hjá Verði í rúm 16 ár.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar er haft eftir Guðmundi að félagið hafi vaxið á undanförnum árum og sé nú í kjörstöðu til að halda þeim vexti áfram. Segist hann kveðja félagið sáttur og fullur þakklætis. 

„Það verða vissulega tímamót hjá félaginu þegar Guðmundur lætur af störfum á næsta ári. Guðmundur hefur verið afar farsæll forstjóri og gegnt lykilhlutverki í vexti og velgengni félagsins á undanförnum árum. Ég vil fyrir hönd stjórnar þakka honum fyrir mjög vel unnin störf og afar gott samstarf,“ er haft eftir Benedikt Olgeirssyni, stjórnarformanni Varðar í tilkynningunni.

Guðmundur mun gegna starfi forstjóra fram á nýtt ár eða þar til arftaki er fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK