Hákon og Rannveig ný í stjórn Sýnar

Sýn er móðurfélag Vodafone og ýmissa fjölmiðla.
Sýn er móðurfélag Vodafone og ýmissa fjölmiðla. mbl.is/Hari

Hákon Stefánsson og Rannveig Eir Einarsdóttir koma ný inn í stjórn Sýnar eftir stjórnarkjör á hluthafafundi sem fram fór í dag. Auk þeirra eru þau Jón Skaftason, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir í stjórn félagsins.

Hluthafafundurinn var boðaður skömmu eftir að ný stjórn var síðast kjörin 31. ágúst, en hluti hluthafa taldi stjórnina ekki í takt við eignarhluta hluthafa.

Þau sem ekki hlutu kjör í þetta skiptið voru þau Helen Neely, Jó­hann Hjart­ar­son og Sig­mar Páll Jóns­son, en á síðasta fundi fékk Jóhann flest atkvæði, eða nærri 25%.

Rannveig Eir Einarsdóttir á ásamt eiginmanni sínum Reir Verk. Hún …
Rannveig Eir Einarsdóttir á ásamt eiginmanni sínum Reir Verk. Hún var kjörin í stjórn Sýnar. Ljósmynd/Ragna Sif

Rannveig er eiginkona Hilmars Þór Kristinssonar sem bauð sig fram síðast en hlaut ekki brautargengi, en þau eru eigendur Reirs Verks og fjárfestar og voru meðal hluthafa sem óskuðu eftir hluthafafundinum. Nánar var rætt við Rannveigu í ViðskiptaMogganum fyrir um mánuði síðan.

Hákon er einn eiganda Gavia Invest sem keypti fyrr á árinu tæplega 11% hlut í Sýn, en auk hans eru eigendur þess Reynir Grétarsson, Jón Skaftason og félagið E&S 101 sem er í eigu Jonathan Rubini, sem meðal annars er einn af eigendum Keahótela, Mark Koloff og Andra Gunnarssonar.

mbl.isÍ varastjórn voru kjörin þau Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK