Ísey skyrbar segir skilið við Hagkaup

Ísey skyrbar hverfur úr verslunum Hagkaups í Kringlunni og Skeifunni
Ísey skyrbar hverfur úr verslunum Hagkaups í Kringlunni og Skeifunni

Mörgum gestum Smáralindar brá í brún nú í upphafi vikunnar þegar viðskiptavinir Ísey Skyrbars gripu í tómt. Veitingahúsinu hefur verið lokað í kjölfar þess að endi var bundinn á leigusamning milli rekstraraðila staðarins og Hagkaups, sem hefur forræði á rýminu. Sömu sögu má segja um samninga fyrirtækjanna í Kringlunni og Skeifunni.

Fyrirtækið Skyrboozt ehf., sem er m.a. í eigu Kristins Sigurjónssonar og Sigrúnar Magnúsdóttur, hefur rekið staðina þrjá undir merkjum Íseyjar skyrbars. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að þau muni einnig hafa með höndum rekstur samnefnds staðar í nýju mathallarrými í Kringlunni.

Athygli vekur að staðirnir sem nú hefur verið lokað hafa aðeins verið starfræktir frá því á fyrri hluta árs 2020. Heimildir Morgunblaðsins herma að það hafi verið ákvörðun Haga, móðurfélags Hagkaups, að binda enda á leigusamningana, enda hafi náið samstarf komist á milli Íseyjar skyrbars um mitt ár 2020 þegar N1, dótturfélag Festar, helsta keppinautar Haga, festi kaup á rekstri Íseyjar skyrbars á þjónustustöðvum sínum.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK