Styrkja útflutning á myndlist

Ingibjörg Jónsdóttir, annar stofnenda listagallerísins Berg Contemporary við Klapparstíg í …
Ingibjörg Jónsdóttir, annar stofnenda listagallerísins Berg Contemporary við Klapparstíg í Reykjavík. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Athafnahjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Friðrik Steinn Kristjánsson munu á laugardaginn kemur taka í notkun nýjan sýningarsal í galleríi sínu, Bergi Contemporary, við Klapparstíg í Reykjavík. Þau hjón hafa á eigin kostnað styrkt útflutning á íslenskri myndlist.

Sigurður Guðjónsson, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár, mun sýna verk sitt í nýja sýningarsalnum en rætt er við hann á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag.

Glerverksmiðja verður gallerí

Nýi sýningarsalurinn í Berg Contemporary er í viðbyggingu í porti Smiðjustígsmegin og er tengdur sýningarsalnum við Klapparstíg. 

Í húsinu við Klapparstíg var áður glerverksmiðja. Þar hafa hjónin komið fyrir sýningarsal á jarðhæð og á efri hæðum skrifstofum og vinnuaðstöðu. Í viðbyggingunni er sem fyrr segir nýr sýningarsalur og jafnframt gestaíbúðir fyrir listamenn og aðstaða fyrir píanóleikara.

Skattlagningin umhugsunarefni

– Þið vandið bersýnilega til verka. Hvað hefur þetta kostað ykkur, með leyfi að spyrja ?

„Það er trúnaðarmál. Við höfum lagt mikið af mörkum – og ég ætla að vona að fólk líti einnig svo á – en þetta hefur líka veitt okkur mikla gleði og ánægju. Það koma stök ár hjá galleríum þegar þau eru rekin með hagnaði en yfirleitt standa sýningar engan veginn undir sér. Til að koma til móts við rekstur slíkra gallería mætti til dæmis endurskoða fasteignagjöld en það er umhugsunarefni að það skuli ekki vera til fleiri flokkar af þeim,“ segir Ingibjörg en ítarlegt viðtal við hana má nálgast í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK