Berglind hættir hjá ON og fer til ORF

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON.
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON. Ljósmynd/Aðsend

Berglind Rán Ólafsdóttir hefur ákveðið að láta störfum sem framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, en hún mun taka við sem framkvæmdastýra ORF líftækni.

Berglind tók við sem framkvæmastýra ON í febrúar 2019, en áður hafði verið forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar félagsins í eitt og hálft ár. Þar áður hafði hún starfað við viðskiptaþróun á fyrirtækjamörkuðum hjá Landsvirkjun.

Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur, móðurfélags ON, segir að starf framkvæmdastjóra verði auglýst á næstu dögum, en Berglind mun sinna störfum framkvæmdastýri þangað til nýr stjórnandi hefur tekið við.

„Þegar ég lít yfir þau rúmu fimm ár sem ég hef starfað hjá ON fyllist ég stolti. Við höfum lagt mikið af mörkum í loftslagsmálum t.d. með Carbfix-verkefninu, haldið áfram uppbyggingu hleðslunets um landið og þróað nýjar þjónustuleiðir fyrir rafbílaeigendur. Uppbygging Jarðhitagarðs ON við Hellisheiðarvirkjun hefur blómstrað og þar er nú fjöldi nýsköpunarfyrirtækja með starfsemi sem stuðlar að bættri nýtingu dýrmæts jarðvarma. Hjá ORF Líftækni bauðst mér tækifæri í gríðarlega spennandi geira og eftir mikla umhugsun var niðurstaða mín sú að breyta til. Hjá Orku náttúrunnar starfar öflugur og hæfur hópur sem ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með og hlakka til að fylgjast með inn í framtíðina,“ er haft etir Berglindi í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK