Íslenska sprotafyrirtækið Swapp Agency hefur samið við alþjóðlega tryggingafélagið Safety Wing um heilsutryggingar fyrir starfsfólk í fjarvinnu.
Viðskiptavinir Swapp Agency fá nú með samningnum sérkjör á tryggingum Safety Wing í yfir 185 löndum.
Swapp Agency bíður fyrirækjum upp á það að einfalda utanumhald starfsfólks í fjarvinnu í öðrum löndum. Fyrirtækið sér um að greiða starfsfólki laun, skatta og launatengd gjöld í því landi sem það starfar.
„Við erum gríðarlega spennt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á heilsutryggingar í yfir 185 löndum. Þetta er frábær viðbót við kjarnastarfsemi Swapp Agency og færir okkur nær því markmiði að bjóða upp á heildarlausnir fyrir fjarvinnu, bæði fyrir fyrirtæki sem og starfsfólkið sjálft,” er haft eftir Stefáni Darra Þórssyni í tilkynningu.