Nýtur stuðnings stjórnar

Yngvi Halldórsson.
Yngvi Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, segist njóta trausts nýrrar stjórnar til að leiða félagið áfram. Hann deili þeirri skoðun að félagið sé undirverðlagt á markaði.

Yngvi segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann voni að hluthöfum fjölgi en þeir séu nú um 400. Þá útilokar hann ekki frekari sölu innviða en ítrekar að engin ákvörðun liggi fyrir um slíkt.

Hyggja ekki á yfirtöku

Nýir fjárfestar í Sýn hafa náð meirihluta í stjórn félagsins.

Spurður hvort úrslit stjórnarkjörsins þýði að nýr meirihluti hafi yfirtökuskyldu á félaginu segir Hákon Stefánsson forstjóri InfoCapital að ef ætlunin hefði verið að taka yfir félagið í krafti 30% eignarhlutar „hefði líklegast verið farið í þá vegferð strax“. Það sé ekki stefnan. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK