Fjögur þúsund störf lögð niður hjá Philips

Höfuðstöðvar Philips í hollensku borginni Amsterdam.
Höfuðstöðvar Philips í hollensku borginni Amsterdam. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hollenski framleiðandinn Philips ætlar að segja upp um fjögur þúsund manns vegna fjárhagserfiðleika sökum gallaðra svefnöndunartækja.

Fyrirtækið þurfti að afskrifa 1,3 miljarða evra, eða um um 185 milljarða króna, vegna tækjanna, að því er kom fram í yfirlýsingu.

Fólk með kæfisvefn sem notaði tækin átti það á hættu að anda að sér eitraðri froðu.

Fyrr á þessu ári hætti forstjóri Philips eftir að hafa leitt fyrirtækið í gegnum tólf ára breytingarferli, úr því að framleiða raftæki fyrir almenning yfir í það að búa til heilsutæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK