Eitt land í Evrópu með minni verðbólgu en Ísland

Verðhækkanir á mat og drykk hafa verið meiri víðast hvar …
Verðhækkanir á mat og drykk hafa verið meiri víðast hvar annars staðar í heimsálfunni. Ljósmynd/Guðmundur Rúnar

Verðbólga er tölu­vert minni hér á landi en ann­ars staðar í heims­álf­unni og hef­ur hún ein­ung­is mælst lægri í einu Evr­ópu­landi síðasta mánuð. Verðhækk­an­ir á mat og drykk hafa verið meiri víðast hvar ann­ars staðar og sömu sögu má segja af orku­kostnaði. Þá er verðbólg­an á Íslandi byrjuð að hjaðna, sem er öf­ugt við þró­un­ina í flest­um öðrum lönd­um Evr­ópu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá hag­fræðideild Lands­bank­ans.

„Síðustu ára­tugi hef­ur verðbólga hér á landi jafn­an verið hærri og stund­um mun hærri en í þeim lönd­um sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við. Í dag er þessu öf­ugt farið og er verðbólga hér á landi nú minni en í lang­flest­um sam­an­b­urðarlönd­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

6% verðbólga sé miðað við SVN

Verðbólga á Íslandi, mæld með sam­ræmdri vísi­tölu neyslu­verðs (SVN) í Evr­ópu var 6% í sept­em­ber en verðbólga á mæli­kv­arða neyslu­verðsvísi­töl­unn­ar var á sama tíma 9,3%.

Mun­ur­inn á verðbólgu­töl­un­um ligg­ur fyrst og fremst í því að SVN und­an­skil­ur fast­eigna­verðsþróun í verðmæl­ing­unni. Fast­eigna­verðsþróun hef­ur verið meg­in­drif­kraft­ur verðbólgu hér á landi.

Sé tekið mið af mæli­kv­arða SVN var aðeins eitt land í Evr­ópu með minni verðbólgu en Ísland, Sviss, en þar var verðbólga 3,2%. 

Staðan geti versnað

„Ekki nóg með að verðbólga sé lægri hér á landi held­ur er hún einnig byrjuð að hjaðna. Það að verðbólg­an sé byrjuð að hjaðna heyr­ir til und­an­tekn­inga sé horft til of­an­greindra landa en í flest­um þess­ara landa var verðbólga að ná nýju há­marki nú í sept­em­ber. Það að verðbólga sé byrjuð að hjaðna er skýr vís­bend­ing þess að há­marki hafi verið náð og ólík­legt að verðbólga nái nýju há­marki á næst­unni.“

Þá seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni að staðan kunni að versna í Evr­ópu áður en hún batni. Nýj­ustu gögn bendi til þess að verðbólga fær­ist enn í auk­ana:

„Þetta á við um öll Norður­lönd­in, evru­svæðið og lönd Evr­ópu­sam­bands­ins. Ísland er þó ekki eina landið þar sem verðbólga hafði þegar náð há­marki fyr­ir sept­em­ber held­ur á það einnig við um Kýp­ur, Frakk­land, Írland, Lúx­em­borg og Spán.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK