Sjóðirnir fá minna í sinn hlut

Síminn losar um reiðufé.
Síminn losar um reiðufé. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir lífeyrissjóðir sem eiga hlut í Símanum munu fá um 18 milljarða króna í sinn hlut verði tillaga stjórnar Símans samþykkt á hluthafafundi sem haldinn er í dag. Það er þó um sex milljörðum minna en upphaflega var áætlað þegar söluferli Mílu hófst fyrir ári. Eins og komið hefur fram urðu verulegar tafir á söluferlinu, sem má fyrst og fremst rekja til meðferðar Samkeppniseftirlitsins á málinu.

Fyrir fundinum liggur tillaga um að greiða 31,5 milljarða króna út til hluthafa. Það eru rúmlega 96% þeirrar fjárhæðar sem Síminn fékk í reiðufé fyrir söluna á Mílu til franska fjárfestingarsjóðsins Ardian.

Endanlegt söluverð Mílu var 69,5 milljarðar króna. Ardian greiddi 32,7 milljarða króna í reiðufé.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Síminn sett sér það markmið að greiða meginþorrann af því sem fengist í reiðufé fyrir Mílu út til hluthafa. Upphaflega var gert ráð fyrir að Síminn fengi um 44 milljarða króna í reiðufé fyrir Mílu og gert hafði verið ráð fyrir að greiða það að mestu út til hluthafa.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK