Lætur lífeyrissjóði ekki stilla sér upp við vegg

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir að hart verði tekið á móti, verði ríkissjóði stillt upp við vegg í viðræðum um uppgjör ÍL-sjóðs.

Þetta segir hann í ítarlegu viðtali í Dagmálum þar sem hann er gestur í dag.

Þegar hann er spurður að því hvernig hann hyggist fjármagna þá greiðslu sem kunni að virkjast ef ÍL-sjóður verður settur í þrot á nýju ári segist hann ekki hafa áhyggjur af því. Tekið verði á því þegar þar að kemur.

„Ég hef engar áhyggjur af því og ég hef engan áhuga á því að fara í átök við lífeyrissjóðakerfið um fjármögnun ríkissjóðs en ég hef heldur engan áhuga á því að láta stilla ríkissjóði upp við vegg og að heyra einhverjar raddir um að ríkissjóður skuli bara fara að haga sér. Annars verði honum gert erfitt fyrir með fjármögnun. Við munum taka á þeirri stöðu ef til þess kemur og ég trúi því ekki að til þess komi.”

Viðtalið við Bjarna má sjá hérna í heild. Þar ræðir hann m.a. mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarson til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi sem haldinn verður fyrstu helgina í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK