Vaxtatekjurnar aukast um 22%

Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 52 milljarða króna á fyrstu …
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 52 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 52 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og dróst hagnaðurinn saman um 6,6 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Virðist samdrátturinn í hagnaði þeirra koma harðast fram á nýliðnum ársfjórðungi en þá högnuðust bankarnir samanlagt um 18,2 milljarða, samanborið við 23,3 milljarða yfir sama tímabil í fyrra.

Það sem af er ári hefur Arion banki hagnast mest allra bankanna eða um 22,1 milljað, samanborið við 20,4 milljarða í fyrra, þá hefur Íslandsbanki hagnast um 18,6 milljarða, samanborið við 16,6 milljarða fyrstu níu mánuði síðasta árs. Lestina rekur Landsbankinn með 11,3 milljarða en hagnaður hans dregst saman um 10,3 milljarða frá fyrra ári.

Það sem dregur hagnað Landsbankans mest saman er sú staðreynd að það sem af er ári nemur tap bankans af fjáreignum og fjárskuldum á gangverði 7,6 milljörðum en hagnaður var af þeim lið rekstrarreikningsins á síðasta ári, sem nam 5,5 milljörðum króna.

Dregur Landsbankann niður

Hinar miklu sviptingar í þessu má án efa rekja til óbeinnar eignar Landsbankans í stórfyrirtækinu Marel í gegnum eignarhlut bankans í Eyri Invest. Marel hefur lækkað um 44% það sem af er ári en gengi félagsins hefur vænkast nokkuð eftir að komið var inn á lokafjórðung ársins.

Athygli vekur að hreinar vaxtatekjur bankanna hafa stóraukist á árinu og námu 94,2 milljörðum króna en voru 77,3 milljarðar yfir sama tímabil í fyrra. 12

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK