Bankaskýrslan á lokametrunum

Guðmundur Björgvin Helgason segir skýrsluna vera á lokametrunum.
Guðmundur Björgvin Helgason segir skýrsluna vera á lokametrunum. Samsett mynd

Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, segir skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á lokametrunum áður en henni verður skilað til forseta Alþingis. Embættið sé nú í óða önn að vinna úr umsögnum sem bárust frá fjármálaráðuneytinu annars vegar og bankasýslunni hins vegar.

Segist Guðmundur ekki vilja segja til um það hvenær vænta megi skýrslunnar. Hann vill hvorki staðfesta né útiloka að skýrslan komi út í þessari viku, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fer fram næstu helgi, en sem kunnugt er stefnir í formannsslag þar á bæ.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK