Liljar Már Þorbjörnsson, yfirbruggari Og Natura, sem framleiðir íslenska ginið Wild Gin, telur vert að skoða hvernig megi liðka fyrir nýsköpun og grósku í íslenska áfengisgeiranum.
Bendir Liljar Már á að fjöldi lítilla fyrirtækja hafi komið fram á sjónarsviðið á síðustu árum, flest helguð framleiðslu á handverksbjór, og fjölmörg störf orðið til í kringum starfsemina. Ekkert segi að íslenskt áfengi geti ekki orðið að mikilvægri útflutningsvöru. Og Natura skoðar nú að hefja útflutning á sinni vöru.
„Við búum meðal annars að því að vatnið okkar er frábært, og umtalað hvað það er mjúkt, gott og heppilegt til áfengisgerðar. Þá sýna dæmin erlendis frá að þegar vel tekst til getur áfengisframleiðsla verið mjög arðbær,“ segir Liljar Már í samtali við Morgunblaðið.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.