Hulda ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar

Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar.
Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar. Ljósmynd/Aðsend

Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar. Hún gengdi áður stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá fyrirtækinu.
 
Hulda var áður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera sem er með höfuðstöðvar í Noregi. Árið 2019 stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum fyrirtækið Clarito, sem sérhæfði sig í stjórnun viðskiptatengsla með skýjalausnum frá Microsoft. Frá 2015-2017 var Hulda sölustjóri samstarfsaðila hjá Crayon og frá 2007-2014 starfaði hún hjá Microsoft, lengst af sem sölustjóri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún hefur einnig verið mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Icelandair og deildarstjóri tölfræði hjá Flugmálastjórn.
 
Hulda er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi. Hún er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni og einnig félagskona í FKA segir í tilkynningu.

„Það eru spennandi tímar hjá dk hugbúnaði sem er leiðandi í viðskiptahugbúnaði smárra og meðalstórra fyrirtækja. Rekstur dk hugbúnaðar hefur dafnað vel og vöxturinn verið stöðugur undanfarin ár. Fyrirtækið hefur mjög sterka stöðu á markaði með um sjö þúsund viðskiptavini úr flestum atvinnugreinum. Ég hef fengið að kynnast dk síðastliðið ár og hversu gríðarlega mikil þekking, fagmennska og kraftur býr hjá fyrirtækinu. Ég er ákaflega stolt og auðmjúk af því að fá að leiða dk og þann frábæra hóp fólks sem þar starfar í stafrænni og gagnadrifinni framtíð," segir Hulda í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK