Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið Ingunni Guðmundsdóttur og Snæfríði Jónsdóttur til starfa.
Þær koma til með að starfa sem sérfræðingar í stafrænni þróun og markaðsmálum, er kemur fram í tilkynningu.
Fyrirtækið Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now. Hugbúnaðurinn styður fyrirtæki og stofnanir á sviði jafnréttis og fjölbreytni með mælaborði, markmiðasetningu og örfræðslu.
Ingunn Guðmundsdóttur starfaði áður sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Þar á undan sinnti hún stöðu viðskiptastjóra hjá Brandenburg auglýsingastofu. Fram kemur í tilkynningu að Ingunn er með MS-gráðu í stafrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi og BA-gráðu í stjórnmálafræði með kynjafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.
Snæfríður Jónsdóttir kemur frá Pay Analytics þar sem hún sinnti stöðu sérfræðings í markaðsteymi félagsins. Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri á Tvist auglýsingastofu.
Snæfríður var einnig formaður Ungra athafnakvenna á árunum 2019-2020. Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands er kemur fram í tilkynningu.