Einhleypir fá stuðning úr óvæntri átt

Kristín Inga Jónsdóttir, markaðsstjóri Póstsins, og Brynja Dan, sem heldur …
Kristín Inga Jónsdóttir, markaðsstjóri Póstsins, og Brynja Dan, sem heldur úti síðunni 1111.is. 
 Ljósmynd/Aðsend

Dagur einhleypra er núna næsta föstudag, 11. nóvember og nú hafa Pósturinn og vefsíðan 1111.is farið í samstarf um að fagna deginum en tilboðsdagarnir í nóvembermánuði hafa verið vinsælir síðustu ár. Á vefsíðunni 1111.is er hægt að sjá öll tilboðin sem eru í gangi og Pósturinn kemur síðan varningnum til skila.

Svar einhleypra við Valentínusardeginum

Brynja Dan heldur úti vefsíðunni 1111.is og er sú sem kynnti dag einhleypra fyrir Íslendingum. Uppruna dagsins má rekja til ársins 1993 þegar einhleypir kínverskir háskólanemar ákváðu að  snúa vörn í sókn gagnvart Valentínusardeginum og fagna degi einhleypra 11. nóvember. Eftir það hefur vegur dags einhleypra vaxið jafnt og þétt.

 Búist er við góðum viðtökum eins og fyrri ár og hefur Pósturinn fengið  pakkaflokkarann Magna til liðs við sig en hann getur flokkað mörg þúsund pakka á klukkustund að sögn Kristínar Ingu Jónsdóttur, markaðsstjóra Póstsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK