Fjárflæði á markað muni skila sér til baka

Alls hafa um 55,5 milljarðar verðir greiddir út úr félögunum …
Alls hafa um 55,5 milljarðar verðir greiddir út úr félögunum nýlega. mbl.is

Síminn greiddi hluthöfum sínum nýlega 31,5 milljarða króna vegna lækkunar hlutafjár félagsins. Í gær kynnti stjórn Origo tillögu um að greiða 24 milljarða króna til hluthafa af sömu ástæðu. Upphæðirnar koma til vegna sölu Símans á Mílu og sölu Origo á Tempo. Að öllu óbreyttu renna þá um 55,5 milljarðar króna til hluthafa félaganna tveggja.

Af því renna um 28 milljarðar króna til lífeyrissjóða, sem fengu um 18 milljarða króna frá Símanum og fá líklega um 10 milljarða króna frá Origo. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á í báðum félögum, fær í sinn hlut tæpa 7,9 milljarða króna og Birta lífeyrissjóður um 3,8 milljarða.

Þess má geta að heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu rúmlega 73 milljörðum króna í október, þannig að 55,5 milljarðar króna eru um 75% af þeirri upphæð.

Talið er líklegt að meginþorrinn af þessu fjármagni skili sér aftur inn á íslenskan hlutabréfamarkað á næstu vikum og mánuðum. Meðal hluthafa í Símanum og Origo eru, fyrir utan lífeyrissjóði, ýmsir hlutabréfasjóðir og önnur félög sem flokkast sem langtímafjárfestar og eru því líkleg til að fjárfesta enn frekar og nýta þau tækifæri sem eru á markaði í ljósi mikilla lækkana á undanförnum mánuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK