Harpa og Icelandair í samstarfi

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair, og Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, …
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair, og Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús og Icelandair hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára.

Markmiðið með samstarfinu er að vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangast og sérstöðu Hörpu fyrir hvers kyns ráðstefnur, tónleika og aðra menningartengda viðburði,“ segir í tilkynningu. 

Félögin munu meðal annars starfa saman að því að fjölga alþjóðlegum viðburðum í Hörpu. 

Fyrsti viðburðurinn sem samstarfið tekur til er heimsókn Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu sem flytur Hnotubrjótinn ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrstu helgina í aðventu. Haldnar verða fjórar sýningar í Eldborg 24.-26. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK