Kortavelta ferðamanna jókst um 38,4%

Ferðamenn við Dettifoss.
Ferðamenn við Dettifoss. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Velta innlendra greiðslukorta í verslun hérlendis í október stóð nánast í stað á milli ára en kortavelta erlendra ferðamanna innanlands jókst um 38,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. 

Heildar greiðslukortavelta í október jókst um 10% á milli ára miðað við breytilegt verðlag og nam tæpum 104 milljörðum króna. 

Greiðslukortavelta jókst á milli ára í stórmörkuðum og dagvöruverslunum, verslunum með heimilisbúnað, bóka-, blaða- og hljómplötuverslunum og tollfrjáls verslun jókst um rúm 58%.

Aðrir flokkar verslunar drógust saman á milli ára.

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis í október er að raunvirði svipuð því sem hún var í október 2016. Jókst hún um 38,4% ef miðað er við árið 2021 og breytilegt verðlag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka