Fannst vera gat á íslenska markaðinum

Maríu fannst vera gat á íslenska markaðinum fyrir klæðilegri íþróttafatnað.
Maríu fannst vera gat á íslenska markaðinum fyrir klæðilegri íþróttafatnað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Maríu Lenu Heiðarsdóttur Olsen tekist að byggja upp sitt eigið íþróttafatamerki: M fitness.

Reksturinn er í blóma, starfsmenn fyrirtækisins orðnir sex talsins og fatnaðurinn fáanlegur á tólf stöðum hringinn í kringum landið, þar á meðal í verslunum Útilífs og í verslun M fitness á Stórhöfða 15. Þá standa yfir viðræður við samstarfsaðila um mögulega sókn á erlendan markað.

„Í byrjun þurfti ég að gera allt sjálf og fikraði mig áfram með ráðum og leiðbeiningum sem ég fann á Google og YouTube,“ segir María en hún var einstæð móðir átta mánaða gamals barns þegar hún lét verða af því að hanna og framleiða eigin íþróttafatnað.

Hóf leitina að einhverju betra

Fannst henni þá vera gat á íslenska markaðinum fyrir klæðilegri íþróttafatnað: henni þótti erfitt að finna vandaðan fatnað í skemmtilegum litum og í sniðum sem hæfa íslensku vaxtarlagi svo hún hóf leitina að einhverju betra:

„Ég byrjaði á að panta nokkrar prufur frá brasilísku merki en þegar ég fékk fötin í hendurnar sá ég að þær myndu ekki ganga fyrir íslenskan markað. Fór svo að ég fann mjög fína verksmiðju erlendis og eftir að hafa lært helstu undirstöður byrjaði ég að hanna mínar fyrstu flíkur.“

Árangurinn segir María að skrifist m.a. á það að allt frá byrjun hefur hún ekki gefið neinn afslátt af gæðunum:

„Ég hef prufað efnin og sniðin á sjálfri mér, sett flíkurnar margoft í þvottavél og þurrkara, til að ganga úr skugga um að varan sé eins og ég myndi sjálf vilja. Ég tek ekki í mál að nota annað en bestu fáanlegu efni og útkoman er líka sú að margir sem keyptu t.d. af mér buxur fyrir fimm árum nota þær enn þann dag í dag og þær líta út eins og nýjar. Að ætla að spara í efnisvali og frágangi myndi bara á endanum koma í bakið á okkur.“

Viðtalið birtist í Morgunblaðinu í dag og má lesa hér að neðan, endurgjaldslaust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka