Máli gegn Landsbankanum vísað til EFTA-dómstólsins

Einu málinu gegn Landsbankanum hefur nú verið vísað til EFTA-dómstólsins.
Einu málinu gegn Landsbankanum hefur nú verið vísað til EFTA-dómstólsins. mbl.is/hag

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um lögmæti skilmála fasteignaláns Landsbankans um breytilega vexti. 

Héraðsdómur felldi að hluta úrskurð um að leitað skyldi ráðgefandi álits í júní en bankinn kærði úrskurðinn til Landsréttar. Landsréttur hafnaði rökum bankans og staðfesti að leita bæri ráðgefandi álits og því er beiðnin um ráðgefandi álit nú formlega komin til meðferðar EFTA-dómstólsins, að því er fram kemur í tilkynningu Neytendasamtakanna.

Í beiðninni er óskað álits á því hvort skilmáli Landsbankans samræmist ákvæðum tilskipunar 2014/17/ESB um fasteignalán til neytenda. 

Tilvitnuð ákvæði í spurningu Héraðsdóms Reykjavíkur til EFTA-dómstólsins kveða á um að viðmiðunarvextir í lánssamningi um breytilega vexti skuli vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og sannprófanlegir, annars vegar, og hins vegar, að greina skuli með skilmerkilegum hætti í lánssamningi frá málsmeðferð og skilyrðum breytinga á útlánsvöxtum,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Telja lánin ekki standast lög

Neytendasamtökin hafa haldið því fram að lán með breytilegum vöxtum standist ekki lög þar sem ákvarðanir um vaxtabreytingar eru að þeirra mati verulega matskenndar og ógegnsæjar og þess vegna segja samtökin ekki hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar.

Hafa samtökin hleypt af stokkunum hin svokallaða vaxtamáli til þess að verja hagsmuni neytenda. Þátttakendur í vaxtamálinu hafa stefnt viðskiptabönkunum þremur, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, í samtals sex prófmálum.

Einu málinu gegn Landsbankanum hefur nú verið vísað til EFTA-dómstólsins, eins og fram kemur hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK