Karen nýr meðeigandi í Langbrók

Karen Kjartansdóttir.
Karen Kjartansdóttir.

Karen Kjartansdóttir hefur bæst við hóp eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Langbrók en Karen hefur um árabil unnið á sviði almannatengsla og stjórnendaráðgjafar.

Karen hefur fjölbreytta starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi og hagsmunasamtaka þeirra. Þá starfaði hún í um áratug á fjölmiðlum en hefur einnig gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félög í atvinnulífinu. Karen útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur lokið námskeiði í sjálfbærni og hringrásarhagkerfi frá Cambridge.

Langbrók veitir ráðgjöf á sviði samfélagsábyrgðar, sjálfbærni, almannatengsla, markaðsmála og breytingastjórnunar.

„Það eru spennandi tímar fram undan hjá Langbrók og mikill hvalreki að fá Karen til liðs við fyrirtækið. Við erum að mæta aukinni eftirspurn er varðar stefnumörkun og stjórnendaráðgjöf á sviði samfélagsábyrgðar. Stjórnendur eru að átta sig á mikilvægi þessa málaflokks og mun reynsla og þekking Karenar úr atvinnulífinu treysta heildræna ráðgjöf á þessu sviði. Snertifletir ólíkra atvinnugeira við umhverfi, efnahag og samfélag eru mismunandi og sjálfbærni áherslur eftir því. Innleiðingin kallar á nýsköpun og breytingar innan fyrirtækja sem leiðir til verðmætasköpunar og ábyrgra starfshátta,“ segir Soffía S. Sigurgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Langbrókar, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK