Eyrún leiðir markaðsmál hjá Símanum

Eyrún Huld Harðardóttir er nýr leiðtogi markaðsmála hjá Símanum.
Eyrún Huld Harðardóttir er nýr leiðtogi markaðsmála hjá Símanum. Ljósmynd/Aðsend

Eyrún Huld Harðardótt­ir hef­ur verið ráðin leiðtogi markaðsmá­la hjá Sím­an­um. Eyrún Huld starfaði í 15 ár í fjár­mála­geir­an­um en hún hef­ur um­fangs­mikla reynslu af markaðssetn­ingu, þjón­ustu- og sta­f­rænni upp­lif­un og markaðsrann­sókn­um.

Eyrún kem­ur til Sím­ans frá Íslands­banka þar sem hún starfaði í sta­f­rænni upp­lif­un í markaðsdeild bank­ans. Hún er fyrr­um af­reks­kona í knatt­spyrnu og er með B.Sc gráðu í alþjóðaviðskipt­um frá Nova Uni­versity í Banda­ríkj­un­um ásamt masters­gráðu í alþjóðaviðskipt­um og markaðsfræði við Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Eyrún kveðst spennt að tak­ast á við þau verk­efni sem framund­an eru hjá Sím­an­um að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. Þar sem Sím­inn standi á tíma­mót­um og er að breyt­ast úr gam­al­grónu fjar­skipta­fé­lagi yfir í sta­f­rænt þjón­ustu­fyr­ir­tæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK