CCP og Controlant með mesta skattafrádráttinn

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Félagið fær samtals 550 milljónir …
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Félagið fær samtals 550 milljónir á þessu ári í skattafrádrátt vegna nýsköpunar. CCP

Tölvuleikjafyrirtækið CCP fær hæstu upphæðina í sérstakan skattafrádrátt vegna nýsköpunar á þessu ári, eða samtals 550 milljónir í gegnum félögin CCP ehf. og CCP Platform ehf. Controlant er hins vegar það félag sem fær hæstu einstöku upphæðina í gegnum eitt félag, eða 385 milljónir. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýjum tölum sem Skatturinn birti í gær um skattafrádráttinn. Samtals nemur endurgreiðslan 10,89 milljörðum á þessu ári og hækkar um 12,08% á milli ára.

Mismunandi er hversu mikill skattafrádrátturinn getur verið eftir stærð fyrirtækja, en hann nemur á þessu ári 35% í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtæka. Þau síðastnefndu eru fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn. Hámarks skattafrádráttar getur orðið 385 milljónir hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, en 275 milljónir hjá stórum fyrirtækjum.

Controlant fær hæstu einstöku greiðsluna sem eitt félag, eða 385 …
Controlant fær hæstu einstöku greiðsluna sem eitt félag, eða 385 milljónir. Ljósmynd/Controlant

Skatturinn birtir lista yfir fjárhæð skattafrádráttarins hjá fyrirtækjum sem fá sem nemur yfir 500 þúsund evrur á ári, eða um 75 milljónir.

Eins og fyrr segir trónir Controlant á toppi listans í ár og fær 385 milljónir vegna framleiðslu á tækjum og búnaði til mælinga, prófana og leiðsögu. Lyfjafyrirtækið Coripharma fær næst hæstu upphæðina, eða tæplega 342 milljónir vegna lyfjaframleiðslu og LS Retail 340 milljónir vegna hugbúnaðargerðar.

Sem fyrr segir fær CCP þó í raun hæstu upphæðina, en félagið skiptir starfseminni í tvö félög og fær 275 milljónir í gegnum CCP vegna útgáfu tölvuleikja, en 275 milljónir í gegnum CCP platform vegna hugbúnaðargerðar.

Meðal annarra þekktra fyrirtækja á listanum eru Sidekick Health með 335 milljónir, EpiEndo Pharmaceuticals með 330 milljónir, Nox Medical með 316 milljónir, Origo, Össur og Alvotech með 275 milljónir og Marel með 236 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK