Skapar íslenska ríkinu bótaskyldu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk­ir líf­eyr­is­sjóðir telja laga­lega stöðu sína, vegna fyr­ir­hugaðrar laga­setn­ing­ar fjár­málaráðherra um gjaldþrot ÍL-sjóðs, afar sterka. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá líf­eyr­is­sjóðunum að lög­fræðistof­an LOGOS hafi unnið lög­fræðiálit fyr­ir sjóðina sem kynnt var á fundi með þeim fyrr í dag. 

Niðurstaða lög­fræðiálits­ins er að fyr­ir­huguð laga­setn­ing brjóti í bága við stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. 

Feli í sér eign­ar­nám

Er í áliti LOGOS vitnað til þess að slíkt inn­grip fæli í sér eign­ar­nám eða ann­ars kon­ar skerðingu eign­ar­rétt­inda sem færi í bága við stjórn­ar­skrá og skapaði ís­lenska rík­inu bóta­skyldu gagn­vart skulda­bréfa­eig­end­um.

„Þá kem­ur fram í lög­fræðiálit­inu að fjár­málaráðherra beri beina ábyrgð á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs eft­ir þær breyt­ing­ar sem urðu á Íbúðalána­sjóði við laga­breyt­ingu árið 2019. Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalána­sjóði var skipt upp með lög­um árið 2019 en með þeim var fjár­málaráðherra fal­in yf­ir­um­sjón með sjóðnum.

Við breyt­ing­una hafi ÍL-sjóður orðið hluti verk­efna fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is sem fari með dag­lega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki und­ir­stofn­un ráðherra, enda hafi fjár­málaráðherra stjórn­sýslu- og rekstr­ar­legt for­ræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður telj­ist því ekki sér­stök und­ir­stofn­un, held­ur hluti ráðuneyt­is­ins. Þannig sé ís­lenska ríkið skuld­ari frek­ar en ábyrgðarmaður. Það sé jafn­framt í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið að færa sjóðinn und­ir A-hluta rík­is­reikn­ings frá ára­mót­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Íslenska ríkið mun ótví­rætt bera ábyrgð

Enn frem­ur kem­ur fram í álit­inu að ákveði fjár­málaráðherra að slíta sjóðnum, með þeim af­leiðing­um að kröf­ur á hend­ur þrota­bú­inu falli í gjald­daga, muni ís­lenska ríkið ótví­rætt bera ábyrgð á nú­ver­andi og framtíðarskuld­bind­ing­um sam­kvæmt skil­mál­um skulda­bréf­anna ásamt drátt­ar­vöxt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK