Vísitala GemmaQ nú sýnileg í rauntíma

Um milljón fjárfestar hafa nú aðgang að vísitölu GemmaQ, sem …
Um milljón fjárfestar hafa nú aðgang að vísitölu GemmaQ, sem mælir kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum og stjórnum fyrirtækja á kauphallarmörkuðum. AFP

Nýsköpunarfyrirtækið GemmaQ ehf. hefur opnað fyrir sölu á jafnréttisvísitölu sinni í rauntíma, fyrst sinnar tegundar á heimsvísu, á upplýsingatorgi Amazon (AWS Data Exchange for APIs). Salan fer fram í gegnum bandarískt dótturfélag GemmaQ.

Mikil eftirspurn er eftir jafnréttitengdum upplýsingum og -tæknilausnum á Bandaríkjamarkaði. Frá árinu 2017 hafa hafa eignir í stýringu svonefndra kynjagleraugnasjóða (e. gender-lens funds) á skráðum markaði aukist frá því að vera um 900 milljónir Bandaríkjadala í um 11 milljarðar dala í byrjun árs 2021. Áætlað er að um 20 milljarðar dala verði í skráðum kynjagleraugnasjóðum við lok árs 2022. Þá eru um 1.000 milljarðar dalir í eigu stofnanafjárfesta í stýringu um heim þar sem kynjagleraugu voru sett upp við mat á fjárfestingu. 

Um milljón fjárfestar hafa nú aðgang að vísitölu GemmaQ, sem mælir kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum og stjórnum fyrirtækja á kauphallarmörkuðum. Notendur eru meðal annars bandarískt ráðgjafafyrirtæki, upplýsingaveitur, lífeyrissjóðir, fjárfestar og rannsakendur. Jafnréttisvísitala GemmaQ fyrir stærstu 100 fyrirtækin á Bandaríkjamarkaði hefur hækkað um 0,5 stig frá síðasta ári, og er í dag 6,2 (á skalanum 0-10). Til samanburðar þá er GemmaQ vísitalan fyrir íslenskan markað 7,1 í nóvember 2022.

Samhliða þessu hefur GemmaQ einnig opnað upplýsingavettvang þess fyrir einstaklinga sem vilja fylgjast náið með kynjajafnrétti á mörkuðum. Þar geta notendur nálgast nákvæmar jafnréttis upplýsingar um fyrirtæki og markaði, eftir atvinnugeirum, ríkjum og kauphöllum. Einnig er hægt að vakta fyrirtæki og setja kynjagleraugu GemmaQ á eigið eignasafn.

Freyja Þórarinsdóttir, stofnandi GemmaQ.
Freyja Þórarinsdóttir, stofnandi GemmaQ.

Freyja Þórarinsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri GemmaQ, stofnaði fyrirtækið árið 2019. Það varð til út frá lokaverkefni hennar við Columbia háskóla í New York þar sem hún lærði hagstjórn, og áratugs reynslu hennar á fjármálamörkuðum, m.a. hjá Merrill Lynch í Seattle. Þar fylgdist hún náið með þeim kynslóðabreytingum sem voru að eiga sér stað meðal fjárfesta, og auknar áherslur á ábyrgar fjárfestingar og vöntun á gagnsæum jafnréttistólum á markaði.

GemmaQ var valið á lista New York VC Network yfir tíu mest spennandi ESG sprota á heimsvísu á árinu 2022. Vettvangur vísifjárfesta í New York, sem samanstendur af rúmlega 700 sjóðum og fjárfestum, setti listann saman. Við matið var horft til teymis, áhrifa og aðdráttarafls, og möguleika til vaxtar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK