Stundvísi Play hátt í 100 prósent í nóvember

Stundvísi Play var 98,2% í nóvember en félagið hefur aldrei …
Stundvísi Play var 98,2% í nóvember en félagið hefur aldrei náð betri stundvísi frá því full starfsemi hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næst­um all­ar flug­ferðir Play, til og frá land­inu, stóðust áætl­un í nóv­em­ber með lít­ils­hátt­ar und­an­tekn­ing­um. Stund­vísi flug­fé­lags­ins nam 98,2% í nóv­em­ber og hef­ur hún aldrei verið meiri frá því að full starf­semi þess hófst. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Play.  

Flug­fé­lagið flutti 75.396 farþega í síðasta mánuði, sem er fjór­falt hærri tala ef miðað er við sama mánuð á síðasta ári. Þá var sæta­nýt­ing­in 79,1% í nóv­em­ber sem er tíu pró­sent­um lægra en í októ­ber.

Flug­ferðir til London, Par­ís og Teneri­fe voru hvað vin­sæl­ast­ar en þar var sæta­nýt­ing­in um 90%.

Af ríf­lega 75 þúsund farþegum Play voru 29,8% á leið frá Íslandi og 30,9% á leið til lands­ins. Þá voru 39,3% tengif­arþegar á leið frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna eða öf­ugt.

Ört vax­andi bók­un­ar­flæði

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að fé­lagið sjái ört vax­andi bók­un­ar­flæði til lands­ins inn í vet­ur­inn og næsta ár.

„Það er al­veg óhætt að halda því fram að farþega­töl­urn­ar okk­ar hafi verið mjög fín­ar fyr­ir nóv­em­ber­mánuð. Það hef­ur verið einkar ánægju­legt að sjá meiri en 90% sæta­nýt­ingu á mörkuðum á borð við London og Par­ís sem eru báðir mik­il­væg­ir markaðir fyr­ir leiðakerfið okk­ar.

Auk þess var áhuga­vert að sjá að sól­ar­strand­arstaðirn­ir okk­ar, Teneri­fe og Alican­te, hafi verið með hátt í 90% sæta­nýt­ingu þar sem áfangastaðir á borð við þá ná venju­lega ekki svo góðum ár­angri í nóv­em­ber­mánuði. Þá er ég virki­lega stolt­ur af stund­vísi Play í mánuðinum og þakka ég starfs­fólki Play fyr­ir þenn­an góða ár­ang­ur. Okk­ur er mjög í mun um að þjón­usta farþega Play á sem best­an hátt og þetta er afrakst­ur­inn,“ er haft eft­ir Birgi Jóns­syni, for­stjóra Play.

Miðasala á flugi til Var­sjár haf­in

Play hóf miðasölu á flugi til Stokk­hólms í Svíþjóð og Ham­borg­ar í Þýskalandi í nóv­em­ber. Fyrsta flug fé­lags­ins til Stokk­hólms verður 31. mars 2023 og flogið verður fjór­um sinn­um í viku. Fyrsta flug Play til Ham­borg­ar verður 16. maí 2023 en flogið verður þris­var í viku.

Þá hóf Play miðasölu á flugi til Var­sjár í Póllandi í byrj­un des­em­ber. Fyrsta flugið verður 3. apríl 2023 en flogið verður tvisvar í viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK